- Setjið í koddaver eða þvottapoka.
- Þvoið í volgu eða köldu vatni, allt að 40
- Þurrkið í þurrkara á lágum hita.
- EKKI nota klór.
- EKKI strauja.
- EKKI senda í efnalaug.
Incrediwear Equine
Circulation Hock Sleeves
-
Aðeins 1 eftir af vöru
Hvernig virkar incrediwear?
Incrediwear® efnið er innblásið hálfleiðaraefnum — germaníum og kolsýrðu kolum — sem virkjast af líkamshita.
Þessi virkjun losar neikvæðar jónir og gefur frá sér langt innrautt ljós (FIR bylgjur), sem örvar sameindatitring á frumustigi. Þessar lífeðlisfræðilegu viðbrögð leiða til mælanlegrar aukningar á örmyndun (microcirculation) og vessaflæði, sem eykur flutning súrefnis og næringarefna en flýtir jafnframt fyrir útskilnaði efnaskiptaúrgangs.
Útkoman er minni bjúgur, bólgur, verkir, vefjaþroti og vöðvastífleiki — sem styður að lokum við hraðari bata og endurheimt.
Afhending
Dropp heimsending á höfuðborgarsvæðinu Dropp afhendingastaðir um allt land
Ef pantað er fyrir kl 11, er sendingin afhend samdægurs á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.
Afhending á landsbyggðinni tekur 1-2 daga
Ef verslað er fyrir 16.000 kr eða meira er frí sending með Dropp
Sækja í Mosfellsbæ ( Opið alla daga milli 8-18)
Upplýsingar
Circulation Hock Sleeves
Veittu hestinum þínum öflugan stuðning og bata með Incrediwear Equine hækilsokkum, sem eru hannaðar til að draga úr bólgu, linna stirðleika og styðja við gróanda í liðum afturfótanna.
Hækilsokkarnir eru tilvaldir fyrir hesta sem eru að jafna sig eftir vandamál tengd hækilliðum eða hreinlega til að fyrirbyggja vandamál hjá hestum sem eru undir miklu þjálfunarálagi. Þær virkja blóð- og sogæðaflæði með efni sem inniheldur germaníum og kolefni. Með því að auka blóðflæði og styðja við náttúrulega hitastjórnun líkamans draga þær úr bólgu, stuðla að gróanda og stytta batatíma — án þrýstings eða ískælingar.
Hvort sem þær eru notaðar eftir álag, í flutningi eða yfir nótt, veita hækilhlífarnar markvissan og óhindrandi stuðning sem hjálpar til við að viðhalda liðleika og þægindum.
Hvort sem hesturinn þinn er að ná sér eftir þjálfun, meiðsli, liðagigt eða flutninga, veita Incrediwear Equine hækilsokkarnir öruggann og vísindalega studdan valkost í stað þrýstingsvafninga, íspoka eða bólgueyðandi lyfja (NSAIDs).
Helstu Kostir
Dregur úr bólgu og bjúg
Eykur blóðflæði og súrefnisflutning
Bætir hreyfigetu og liðþægindi
Styður við heilbrigða endurbyggingu vefja
Öruggt til langtímanotkunar eða notkunar yfir nótt
Þurr Notkun – Blóðflæði og bati
Notið til endurheimta eftir æfingu, yfir nótt eða við flutninga.
Hjálpar við liðagigt, stífleika og væga bólgu.
Inniheldur innbyggða sílikonfesti til að sokkurinn sígi ekki.
Blaut Notkun – Kæling og bólguminnkun
Leggið í kalt vatn, vindið úr og setjið á.
Hafið á í 30–60 mínútur, takið af þegar sokkurinn er þurr.
Tilvalið við miklum eymslum, eftir þjálfun eða til að styðja bata eftir sprautu í liðamót.
Eiginleikar Vöru
par af hækilsokkum (vinstri + hægri)
Innbyggður poki yfir hófana til að verja sokkinn gegn sköflum og hóffjöðrum
Vistvæn (ergonomic) 3D hönnun – engin franskrennilsbönd (Velcro), rennilásar eða þrýstipunktar
Sílikon band gegn því að sokkurinn sígi, innbyggt efst.
Má þvo í vél
Ein stærð
Stærð
Incrediwear Equine Hækilsokkarnir eru hannaðir sem ein stærð sem á að passa flestum, með teygjanlegri, vistvænni hönnun.
Mældur við hámarks teygju passar hækilsokkurinn fyrir efra ummál á hækil sem er um það bil 48–50 cm.
Vegna líffærafræðilegs mismunar geta þeir þó ekki passað öllum hestum, sérstaklega þeim sem eru með mjög stóra eða mjög litla hækla
Einkenni og meiðsl sem geta notið góðs af hækilsokkunum
Bólga í tarsocrural liðamótum (bog spavin, bone spavin, synovitis)
Almenn liðagigt í hækil (aldurstengd eða bati eftir sprautur)
Sinaskeiðabólga (Suspensory ligament desmitis) (uppruni í afturfótum eða miðhluta)
Sinabólga í SDFT/DDFT (ofnotkun, tognun, álag vegna flutninga)
Þykknun eða samdráttur í hringlaga liðbandi (Annular ligament)
Þroti eftir hvíld í stíu eða flutninga
Windpuffs - (bólga í kjúku eða sinaslíðri)
Eymsli í mjúkvefjum eftir keppni eða harðan jarðveg
Bati eftir sprautur eða bylgjumeðferð
Eymsli eftir æfingu
Bati eftir flutninga og forvarnir gegn bólgu í löngum ferðum
Áframhaldandi endurhæfing liða eða sina
Vendor: Incrediwear Equine
Product title: Circulation Hock Sleeves
Þvottaleiðbeiningar
Rannsóknir um incrediwear
SKIL OG SENDING
Ekki er hægt að skila eða skipta vöru eftir að hún hefur verið opnuð.
Vinsamlegast hafið samband ef galli er á vörunni.
Sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli
- Dropp á höfuðborgarsvæðið (2-3 dagar) 750 kr.
- Dropp á aðra staði (3-4 dagar) 950 kr.