Á þessari síðu finnur þú upplýsingar um starfsemi okkar. Frá Jörð rekur litla tamninga- og þjálfunarstöð í mosfellsbæ, en heldur einnig utan um hrossarækt, fyrirtækið er nefnt eftir hestunum úr rætkuninni sem kenndir eru við Jörð.
Frá Jörð ehf.
Starsemin okkar
Á öllum stigum þjálfunnar er fyrst og fremst unnið með líkamsbeitingu hestsins, í gegnum rétta líkamsbeitingu kemur traust og þar með andlegt og líkamlegt jafnvægi. Líkamlegt jafnvægi leiðir af sér betri gangtegundir og hreyfigetu en líka heilbriðgari hest.
Framhaldsþjálfun
FRUMTAMNINGAR
Reiðkennsla
Að vera í kringum hesta og annast þá er gleði lífs míns. Ég er alin upp við hestamennsku og hef stundað hana alla tíð. Ég er menntaður myndlistamaður og hef starfað við myndlist og kvikmyndagerð. Árið 2022 fór ég að kenna hesta úr minni ræktun við Jörð og í kjölfarið var stofnaður rekstur í kringum ræktunina og starfsemina sem ber nafnið Frá Jörð ehf. Ég hóf svo nám við Háskólann á Hólum og árið 2025 útskrifaðist ég með BS gráðu í hestafræði, með sérhæfingu í reiðmennsku og reiðkennslu. Nú starfa ég sjálfstætt við þjálfun og tamningar í Mosfellsbæ.
Sóllilja Baltasarsdóttir
Hesthúsið
Hesthúsið er heimili hestanna, en líka griðastaðurinn minn. Ég legg áherslu á að hafa huggulegt og hreint í öllum krókum og kimum, þannig að bæði fólki og hestum líði vel og auðvelt sé að ganga til starfa.
Frá jörð ehf.
Önnur verkefni
Frá Jörð ehf hefur tekið þátt í fjölda verkefna þar á meðal kvikmynda-,auglýsinga- og tónlistarmyndbanda. Okkar markmið í þessum verkefnum er að gera íslenska hestinum hátt undir höfði og sýna fegurð hans og fjölbreytni.
Happy Hydrate
Discover
King & Conqueror
Discover
Aldrei Heim
Discover
Hringdu
Discover
Ræktun
Þjóð frá Jörð 2025
Júlí Frá Jörð 2024
Hugsýn frá Jörð 2022
Kolbakur frá Jörð 2022
Fréttir af nýjum vörum og tilboðum
Þú færð 10% afslátt af fyrstu pöntun þegar þú skráir þig á póstlistann