Unnið úr 100% náttúrulegum innihaldsefnum og hreinum ilmkjarnaolíum.
Kremið er vatnsfráhrindandi og myndar verndar hjúp á svæðið. Kremið styður við náttúrulegt gróunarferli sprungna, sára, þykkildi húðar, hrúðri , yfirborðssára og hjálpar til við að linna kláða og þurra húð. Það heldur húðinni mjúkri og í góðu ástandi, sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigðan hárvöxt.
Kremið er árangursríkt sveppalyf, sótthreinsandi og bakteríudrepandi varnarkrem ætlað til notkunar á hesta með Mallenders og Sallenders / Hyperkeratosis
Hvað er Mallenders & Sallenders?
Sallenders myndast aftan við framhné og Mallenders framan á hækilinn. Sjúkdómurinn minnir á hnjóska eða múkk en er óskyldur, og þarfnast öðruvísi meðhöndlunar.
Mallenders og Sallenders er nefnilega offramleiðsla á keratíni. Keratín er byggingarprótín. Það gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu, virkni og viðhaldi heilbrigðis felds. Sumir hestar framleiða of mikið af keratíni og þá byrjar einsskonar hrúður að myndast á fyrrnefndum svæðum. Hrúðurinn harðnar og getur skilið eftir sig sár, sem getur orðið sársaukafullt fyrir hestinn.
Farriers Original M&S kremið er hagkvæmt og auðvelt í notkun og langvarandi formúlan þolir allar aðstæður. Það bráðnar ekki af í hita og skolast ekki af í rigningu.
Leiðbeiningar um notkun:
Þetta krem skal bera á svæðið tvisvar á dag fyrstu þrjá dagana og síðan minnka notkunina í einu sinni á dag næstu sjö daga. Ef það er notað á liðasvæði, svo sem aftan við hnéð eða framan á hækli, myndar kremið sveigjanlega vernd gegn óhreinindum og vatni.
Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja hrúðrin – kremið leysir hann upp náttúrulega, síðan má greiða hann eða bursta varlega úr hárunum.
Notið reglulega til að ná sem bestum árangri. Gott er að raka hárin burt til að fá enn betri virkni.
Varúð:
-
Nota skal hlífðarhanska úr vínyl eða gúmmíi.
-
Forðist snertingu við augu – ef krem kemst í augu skal skola strax vandlega með miklu vatni.
-
Skaðlegt ef það er innbyrt – ekki framkalla uppköst, leitið tafarlaust læknishjálpar og sýnið merkimiða vörunnar.
Innihald:
Coconut oil, Barbadensis Leaf extract, Seed butter, Sweet almond oil, Jojoba seed oil, Juniperus virginiana oil, Lavender flower oil, Glycerin, Zinc Oxide