Thrush treatment er ein mest selda vara hjá Farriers.
Farriers Thrush Treatment (250 ml) er sérhannaður úði til að viðhalda heilbrigðri hóftungu og hófbotni. Hún inniheldur tvær ilmkjarnaolíur með sveppadrepandi og bakteríudrepandi eiginleikum ásamt Eucodine-grunni 🌿
Náttúrulega virk efni sem viðhalda örveruflóru hófsins. Úðinn útrýmir ekki öllum bakteríum, þar sem bæði góðar og slæmar bakteríur gegna mikilvægu hlutverki í heilbrigði hófsins. Þegar örverujafnvægi hófsins raskast og fúkki byrjar að myndast, stuðlar úðinn að endurheimt heilbrigðs örverujafnvægis með því að styðja við jákvæðar bakteríur og bæla þær skaðlegu.
Notkunarleiðbeiningar
- Má nota daglega til að koma í veg fyrir illa lyktandi hófa sem eru viðkvæmir fyrir fúa.
- Nota tvisvar í viku til að halda hóftungunni sterkri og heilbrigðri.
Gott að skola hófinn með vatni og nota mjúkan bursta til að ná burt óhreinindum.
Mælt er með notkun gúmmíhanska, úðaðu litlu magni beggja megin á hóftunguna og í hófbotninn . Haldið hófnum uppi í nokkrar sekúndur til að tryggja að hófurinn dragi í sig vökvan.
Geymið þar sem sólarljós skín ekki á vöruna
VARÚÐ
Vernda skal hendur með gúmmí- eða vinylhönskum.
Forðist snertingu við augu – ef snerting á sér stað, skolið strax með vatni.
Ekki innbyrða vöruna– ekki framkalla uppköst, leitið tafarlausrar læknishjálpar og hafið vörumerkið með.
Fargið tómum umbúðum og öllum afgangs vörum sem heimilisúrgangi – endurvinnið ekki notaðar umbúðir.
Innihald
Iodine, isopropanol, eucalyptus oil