Húð hestsins er viðkvæmt líffæri sem gegnir mikilvægu hlutverki í hitastjórnun, vörn gegn bakteríum og viðhaldi felds.
Afhverju á ég að velja náttúrulegt fyrir hestinn minn?

Húð hestsins er viðkvæmt líffæri sem gegnir mikilvægu hlutverki í hitastjórnun, vörn gegn bakteríum og viðhaldi felds. Vörur með gerviefnum geta truflað þetta náttúrulega jafnvægi og valdið:
- Þurrki, kláða og húðertingu
- Hormónatruflunum
Rannsóknir hafa sýnt að náttúrulegar plöntuolíur, svo sem kókosolía og jojobaolía, innihalda lífvirk efni sem hafa bólgueyðandi og græðandi áhrif. Þær eru því áreiðanlegur og öruggur grunnur í vörur ætlaðar hestum.
- Nærandi olíur sem halda rakastigi húðar og felds stöðugu.
- Mynda létt og náttúrulegt yfirborðslag sem ver húðina gegn þurrki án þess að stífla húðina eða valda ertingu.
- Eru einstaklega mildar og öruggar, jafnvel fyrir viðkvæma hesta.
- Olíurnar eru lífbrjótanlegar og vistvænar og menga því minna þegar þær skolast úr hestinum
Ilmkjarnaolíur í stað ilmefna
- Hestar hafa mjög næmt lyktarskyn, Ilmkjarnaolíur eru unnar beint úr plöntum
- engin gerviefni eða aukaefni eru í hreinum ilmkjarnaolíum
- Þær innihalda oft lífvirk efni sem geta haft jákvæð áhrif á líkama og sál (t.d. róandi, bakteríudrepandi, orkugefandi o.fl.).
- ilmefni/ilmvötn (e. perfume) geta haft skaðleg áhrif á hormónakerfi hesta – Sumir hestar verða órólegir eða kvíðnir við sterka ilmi.
Á heimasíðunni okkar getur þú nálgast upplýsingar um innihaldsefni í vörunum frá Farriers Equine Care.
💚 Með náttúrulegum vörum styður þú heilsu hestsins, umhverfisins og þína eigin. Vörurnar frá Farriers equine Care eru framleiddar og pakkaðar í Blackpool í Englandi og þurfa því að fara stutta vegalengd til okkar