Flestir hestamenn hafa aldrei heyrt um húðsjúkdóminn með þetta furðulega nafn, en hann er hinsvegar vaxandi vandamál í íslenskum hestum.
Hvað er Mallenders & Sallenders?

Hvað er Mallenders & Sallenders?
Flestir hestamenn hafa aldrei heyrt um húðsjúkdóminn með þetta furðulega nafn, en hann er hinsvegar vaxandi vandamál í íslenskum hestum.
Sallenders myndast aftan við framhné og Mallenders framan á hækilinn. Sjúkdómurinn minnir á hnjóska eða múkk en er óskyldur, og þarfnast öðruvísi meðhöndlunar.
Mallenders og Sallenders er nefnilega offramleiðsla á keratíni. Keratín er byggingarprótín. Það gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu, virkni og viðhaldi heilbrigðis felds. Sumir hestar framleiða of mikið af keratíni og þá byrjar einsskonar hrúður að myndast á fyrrnefndum svæðum. Hrúðurinn harðnar og getur skilið eftir sig sár, sem getur orðið sársaukafullt fyrir hestinn.
Hvernig á að meðhöndla?
- Best er að raka svæðið þar sem hrúðurinn myndast
- Bera Mallenders & Sallenders kremið á svæðið tvisvar á dag fyrstu þrjá dagana og síðan minnka notkunina í einu sinni á dag næstu sjö daga
- Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja hrúðrin, kremið leysir hann upp náttúrulega, síðan má greiða hann eða bursta varlega úr hárunum.