Sleppa upplýsingum um vörur

Farriers Equine Care

Múkk- og hnjóskakrem ( Mud Fever Cream )

Farriers Equine Care

Verð 5.150 kr
  • Til á lager

Verð 5.150 kr

Afhending

Product details

Múkk- og hnjóskakrem ( Mud Fever Cream )

Farriers Mud Fever Cream inniheldur tvær hreinar ilmkjarnaolíur sem þekktar eru fyrir bakteríudrepandi, sveppadrepandi og sótthreinsandi eiginleika sína. Kremið er gert úr náttúrulegum mýkingarefnum sem eru sérstaklega valin til að fyrirbyggja og meðhöndla múkk ( mud fever ) og hnjóska (Rain Scald). Þetta krem mýkir hrúðrið og stuðlar að heilbrigðum vexti húðar.

Í kremið er bætt við varnarefni sem hjálpar til við að halda svæðinu þurru. Einnig hægt að nota það til að koma í veg fyrir að óhreinindi festist á sýkta svæðið í bleytu og drullukenndu umhverfi.

NOTKUNARLEIÐBEININGAR:

  • Ekki þvo eða bleyta sýkta svæðið, leyfðu því að þorna og fjarlægðu síðan óhreinindi með mjúkum bursta.
  • Berið á viðkomandi svæði tvisvar á dag.
  • Innihaldsefni eru meðal annars lavender- og eucalyptus ilmkjarnaolíur og zinkoxíð.

 

Vísindalegar upplýsingar:

Bakterían Dermatophilus congolensis er þekkt orsök múkks(e. mud fever, dermatitis). Við eðlilegar aðstæður lifir hún í jarðvegi í formi gróa og getur lifað þar árum saman. Þessi gró virkjast við rakar aðstæður, sem skýrir hvers vegna sjúkdómurinn greinist oftar þegar jarðvegur er blautur.

Bakterían getur ekki sýkt óskaðaða og heilbrigða húð. Á veturna leiðir samfelld blotnun og þornun húðarinnar, í kjölfar rigningar og leðju, til uppbrots og mýkingar hornlagsins. Þetta skapar kjöraðstæður fyrir sýkingu þar sem bakterían getur smogið í gegnum sprungur eða skemmdir í húðinni. Húðrof af öðrum orsökum, svo sem, bólgur, smásár, skrámur eða erting, getur einnig gert húðina móttækilegri. Því eru blautar aðstæður ekki nauðsynlegar  til að sjúkdómurinn þróist.

Sum hross virðast útsettari en önnur, sem bendir til einstaklingsbundins næmis. Hross með hvítar eða hárlausar fætur sýna oftar einkenni, sem gæti stafað af skorti á náttúrulegri vörn húðarinnar. Á hinn bóginn virðast hross með mikinn feld á fótum njóta ákveðinnar verndar, þótt slík feldhula geti einnig haldið raka við húðina ef hún er ekki þurrkuð reglulega.

Húðskaði af völdum annarra sjúkdóma, svo sem Chorioptes bovis (kláðamaur) eða Dermatophytes (sveppasýkingar eins og hringormur), getur rýrt varnir húðarinnar og leitt til annars stigs sýkingar með D. congolensis. Mikilvægt er því að greina og meðhöndla undirliggjandi orsakir, þar sem hvorki kláðamaur né sveppasýkingar svara meðferð með sýklalyfjum einum og sér.


Greining og eftirlit:

Greining á Dermatophilus congolensis sýkingu byggist yfirleitt á klínískum einkennum, þ.á m. tilvist möttullegra hársvæða, þykkrar hrúðurskorpu og vessunar  eða aftan á fótleggjum. Í sumum tilfellum getur þurft að staðfesta greiningu með bakteríuræktun eða smásjárskoðun á sýnum.

Meðferð getur verið krefjandi og árangur háður stigi sýkingarinnar, almennu ástandi hestsins og ytri aðstæðum. Reglulegt eftirlit með fótleggjum hrossa, sérstaklega yfir vetrarmánuði, er lykilatriði í snemmtækri greiningu og meðferð. Forvarnir gegna lykilhlutverki og felast m.a. í góðri hreinlætisumhirðu. 

 

Innihald:

Coconut Oil, Barbadensis Leaf Extract,Cocoa seed butter, sweet almond oil,Jojoba seed oil, Cera alba, Lavender flower oil, lemon peel oil, Tea tree leaf oil, Glycerin, Zinc Oxide

Múkk- og hnjóskakrem ( Mud Fever Cream )

SKIL OG SENDING